Menu

Um mig

Vel gert, þú veist greinilega hvað þú ert að gera!

Ég heiti Kolbeinn Sigurjónsson.  Ég er ekki viðskiptafræðingur, og ekki markaðsfræðingur.  Í þessu samhengi skipta titlar ekki máli. En lestu samt lengra.

Ég hef hins vegar komið nálægt stafrænni markaðssetningu lengi, eða frá árinu 1999, og af krafti síðan 2008.  Ég er tölvunarfræðingur að mennt, og hef lært dáleiðslu.  Sú blanda er áhugaverð þegar kemur að því læra um kauphegðun og hegðun almennt.

Ég hef tileinkað mér stafræna markaðssetningu í eigin þágu í rúm 20 ár. 

Tæknin breytist ógnarhratt, og ég trúi að sjálfsmenntun sé lykillinn að árangri.

Ég veit fátt skemmtilegra en að lesa um markaðstækni og netið og skipta bækurnar hundruðum og bókakostnaður í kringum 1 milljón króna.  Ég les mér daglega til um efnið, og hlusta sömuleiðis daglega á hlaðvörp (podcast) frá þeim sem mér þykja standa fremst í faginu.

Þetta eru þúsundir klukkustunda í lestur og hlustun.

Ég hef eytt uþb. 2 milljónum í námskeið og þjálfun og hef aðgang að og læri af þeim færustu á sínu sviði.

Verðmætasta reynslan liggur í auglýsingagerð á Facebook, um 40 milljónir króna.

Og hvers vegna nefni ég upphæðir í þessu sambandi?  Vegna þess að þennan kostnað hef ég lagt út í persónulega, til að selja mína eigin þjónustu á netinu undanfarin ár.

Þetta eru ekki spilapeningar frá fyrirtækjum úti í bæ.

Réttar upplýsingar eru vissulega mikilvægar.  En mikilvægast er að framkvæma.  Og undanfarin 12 ár hef ég varið stórum hluta af mínum degi í að "praktísera" það sem ég hef lært um stafræna markaðssetningu.

Allt sem ég hef lært, hef ég lært í eigin þágu.  Í því liggur minn styrkur.  Ég hef ekki selt öðrum hugmundafræði, látið kúnnann bera ábyrgðina og loks borga brúsann.

Ég hef nú loks ákveðið að vinna með völdum aðilum, og þú gætir verið einn þeirra.  Hafðu samband ef þú vilt skoða samstarf.